Aðalfundur IceFemIn var haldinn 16. febrúar 2019 í Hannesarholti við Grundarstíg. Farið var yfir starfið á síðasta ári og lögð fram drög að starfsáætlun. Mikil umræða og fjörug var á fund um starf IceFemIn og möguleika okkar til að komast í samband við konur í öðrum löndum og miðla af því sem við höfum fram að færa. Kosið var í framkvæmdaráð en Kristín Ástgeirsdóttir og Kristín Jónsdóttir gáfu ekki kost á sér áfram. Í framkvæmdaráði sitja nú Danfríður Skarphéðinsdóttir, Kristín Einarsdóttir og Sigrún Jóhannesdóttir.