Velkomin á heimasíðu IceFemIn.

Markmið IceFemIn er að kynna hvernig íslenskar konur náðu árangri í kvennabaráttunni með því að bjóða fram sérlista kvenna, setja mikilvæg málefni á dagskrá og standa saman í aðgerðum sem vakið hafa athygli um allan heim. Konurnar í IceFemin hafa allar langa reynslu af þátttöku í kvennabaáttu.

IceFemIn er vettvangur fyrir umræður, fræðslu og samráð. Boðið verður upp á fyrirlestra, námskeið og ráðstefnur.

Þótt mikill árangur hafi náðst er enn mikið verk að vinna. Við okkur blasir kynjamisrétti um allan heim og móður Jörð er ógnað. Nú er þörf á nýjum lausnum, hugsjónum  og frumkvæði femínista.

Hafið samband. Konur í IceFemIn veita frekari upplýsingar.